sunnudagur, júlí 16, 2006

Wolfmother

Snilldar hljómsveit hér á ferð frá Ástralíu, eitthvað sem allir unnendur rokks (þá á ég við þá sem hlusta á rokk tónlist ekki einhverja helvítis linkin park, sum 41 eitthvað) verða að kíkja á. Heyrði fyrst í þessari hljómsveit á Xfm og mér leist svo vel á að ég ákvað að blogga um það meira segja, er núna kominn með diskinn og er hann líka svona djöfulli góður. Þeim er líkt við margar góðar hljómsveitir á við Led Zeppelin, Black Sabbath, Deep Purple og White Stripes. Mér finnst þetta minna helst á White Stripes en það er líklega bara útaf Jack White hljómar mjög líkt söngvaranum í Wolfmother, Andrew Stockdale. Þetta er vel samið rokk með löngum trommusólóum, gítarsólóum og svona sýruköflum þar sem bassaleikari hljómsveitarinnar spilar á orgel með öllum effectum sem þarf til að fá út mjög góða sýru stemmingu. Margir kaflar í lögum þeirra minna stundum á gamalt gott 70's rokk, hljómsveitir eins og Uriah heep og Deep Purple eru þær sem koma mér í huga af og til. Góð lög með flottum bassalínum og trommuleik, gítarleik, söng, sýrukaflarnir eru flottir og þeir rokka með þungu distordion. Það er ekki hægt að biðja um meira.

Mitt mat er það, að ekki hefur komið betri hljómsveit síðan Mars Volta stigu inn á sjónarsviðið með De-Loused In The Comatorium 2003.

Pís