miðvikudagur, janúar 11, 2006

Janúar

Já, eins og flestir sem þekkja mig þá vita þeir að ég er núna fyrir norðann, og lifi mínu lífi á heimavistinni á Akureyri. Það er allt gott og blessað að frétta af manni svo sem skólinn byrjar á fullu og maður er búinn að kaupa sér lyftingakort í ræktina sem er í mjög fín fyrir utan hvað það er alltaf fjölmennt þar, maður fær engan frið alltaf einhver þar sem maður er að fara og vesen. En svona er þetta líklega þegar maður er ekki lengur í 1100 manni samfélagi, Stykkishólmi. Ég neita því ekki að mig langar þó nokkuð að fara heim og hitta félagana og fara í körfu og sofa í rúmminu mínu! En ég lét námið ganga fyrir og þurfti vitaskuld að fórna ýmsu fyrir það þar sem mér fannst skólinn í grundarfirði ekki bjóða mér lengur það sem ég þarf til að klára námið.


Svo vil ég óska Árna til hamingju með það að hafa verið valinn í landslið, átt það skilið.

kominn með ritstíflu

pís