þriðjudagur, apríl 12, 2005

Já halló

Langt síðan síðustu skrif voru en það er í lagi.. en ákvað að segja nokkur orð.

Snæfell urðu í öðru sæti í Körfubolta um daginn og þótti það mér leiðinlegt þar sem að ég veit að þeir geta miklu betur og eiga að geta unnið Keflavík léttilega en svona er þetta nú samt..

Karfan í Unglingflokk er líka að verða búin það eru bara tveir leikir eftir á móti Val og Njarðvík á þriðjudag og fimmtudag og síðan er komin pásu í körfu hjá manni..

Skólinn alveg geðveikur maður nokkuð á eftir í Stæ vegna veikinda kennara sem að samt sem áður setti fyrir og maður skildi ekki neitt.. Íslensku kennaranum finnst gaman að pína mig lætur mig einan lesa 700 bls bók til að segja frá meðan hinir fá svona skít á priki verkefni og finnst mér það ósnnagjarnt en truntan sagði bara "life is a bitch" við mig þegar ég kvartaði og svo plús það þá getur hún ekki kennt í vikunni eða eitthavð en ætlar samt að hafa próf á fimmtudag og lætur annan sjá um það, þessi blessaði kennari sem kann ekki að kenna, við gerum ekki annað en að lesa ljóð ef þú ert að lesa þetta sem ég bíst mjög líklega ekki við þá ertu Boring!! Svekkjandi

Fór í afmæli hjá Sigþóri frænda á laugardag og var það fínt Sigurbjörg mamma-nns sagði öllum að taka með sér bjór í nesti sem var fínt þegar við fórum í keilu til sem var bara byrjunin á kvöldinu en ég gat ekki farið með niður í bæ þar sem að mamma var að fara með mig heim! Tja svona er lífið..

Maður er að fara til þýskalands þegar skólanum líkur í maí með þýskuáfanganum og það verður heljarinnar mikið fjör og hlakkar mann mikið til.. Fer ekki til akureyrar á söngvakeppni Framhaldsskólana þar sem að ég á ekki neinn pening til þess en ferðin er RÁNdýr og maður verður bara að spara.

Allt gott annars að frétta fyrir utan það leiðinlega

Keep on Rocking in the Freeworld

Pís