föstudagur, desember 31, 2004

Nýtt ár

nýtt ár er nú að lenda á jörðinni og held ég að það verði nú bara ágætt. Þetta ár (2004) er búið að vera fínt og margt skemmtilegt búið að gerast.

Dálítið langt síðan ég skrifaði síðast hér og dáldið búið að gerast, þó ég muni það ekki... En ég man eftir því að jólin eru komin og maður fékk jólagjafir og maður er kominn í Tenclub-inn, Árni búinn að fara og koma frá kanarí, maður búinn í prófum og náði öllu, mann hlakkar ekki til að fara í skólann aftur miðið við hvernig manni finnst þetta skólakerfi þarna í grundarfirði og man ekkert sérstakt meira í augnablikinu.

Safndiskurinn rearviewmirror með pearl jam er fínn ágætlega vel valin lögin á hann en að mínu mati þá vantar in hiding sem er reyndar eitt uppáhaldslagið mitt með þeim, og er það einmitt ástæðan fyrir því að safndiskar segja alls ekki nóg ef þú ert að hlusta á eitthverja tónlist.

Það er svaka veður úti, engin brenna vegna veðurs, ekkert balal á hótelinu, dj sumarliði á fiskunum, það er nú hægt að gera betur en það á áramótum... vonandi verður möguleiki að skjóta flugeldum UPP en ekki á hlið úti á eftir þegar nýja árið gengur í garð.

Annars bara gleðileg jól farsælt komandi ár og takk fyrir það liðna

Pís

Sveinn Björnsson