föstudagur, nóvember 19, 2004

Titill

halló, hæ, halló, hæ og hæ

Í makindum mínum sit ég hér og hlusta á Pearlarann lag augnabliksins er 1/2 full en lagið þessa stundina hjá mér er hins vegar Bush leaguer sem er grimmdarleg snilld. Bæði þessi lög á Riot act.

Snæfell að fara keppa á móti Grindavík í höllinni á eftir. ég hef ekkert far allavegana ekki núna er að spá í því að redda mér fari. Ef þeir kallar vinna leikinn þá spila þeir úrslita leik á morgun annað hvort á móti Njarðvík sem að þeir eru níbúnir að vinna, eða þá keflavík sem að ég held að sé betri kosturinn í þessa úrslita keppni vegna þess að þeir eru eflaust dáldið þreyttir eftir leikinn við danina sem þeir rétt töpuðu. Þó að snæfell eigi ekki góðar minningar á móti Keflavík í höllinni þá er eigum við alveg að geta unnnið þennan leik ef það er enginn hjátrú í liðinu.

Unglingaflokkur að fara keppa á móti Njarðvík á sunnudag. Njarðvíkingar eru með svakalega gott lið og hafa ekki tapað leik. Vonandi breytum við því. það væri gaman að sjá.

en kominn með illt í hendina á því að skrifa

pís