miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Pearl Jam

Ég var að komast að því að það er til sérstakur Hub fyrir bara pearl jam! Þetta er ekkert djók! Og það sniðuga við hann að allt sem að hefur verið gefið út af Pearl Jam er bannað þarna inni. Þannig að Stúdíó plöturnar eru bannaðar og allir bootlegarnir. Og samkvæmt Óla á akureyri þá er endalaust af efni þarna inni. Tónleikar bæði í Video og hljóði í gb vís. Ég er svo spenntur að komast inn á þetta að ég er að deyja. Maður verður víst að fá aðgang með password og username og öllu til að komast inn á þetta. Þetta er alvöru. Mun þá safnið mans stækka til muna þegar maður kemst þar inn. En þetta er erlent niðurhal þannig að maður má ekki fara yfir strikið í downloadi því þá þarf maður að borga peninga.

Í gær þá ætlaði ég að breyta síðunni, sem sagt útliti hennar. Ég var búinn að gera hana alveg asskoti flotta en þá gerði ég dáldið klaufalegt. Ég var með nokkra glugga opna og fór á aðra síðu óvart á síðunni sem ég var að breyta síðunni á en ekki eitthverjum öðrum glugga eins og ég ætlaði. Týpískur ég. ( ætli einhver skilji hvað ég meinti hér fyrir ofan)

Verðið þið stundum pirruð á fólki. Ég trúi því vel. Ég verð oft pirraður á fólki og eflaust verða margir pirraðir á mér. Í gær var ég mjög pirraður t.d. út í eina manneskju sem gat ekki nýtt sér helv... matartímann sem er akkúrat fyrir tímann til þess að borða. nei kom þessi manneskja ekki með mat á disk inn í tíma. Eitthvað karrí rugl og hvað jú það voru víst eitthver híðhrísgrón??? Já ok afhverju gat þessi manneskja( ég á erfitt með að kalla þessa manneskju manneskju því að ég er viss um að hún sé eitthvað annað, dýr kannski geimvera) ekki étið þetta ógeðslega sull annars staðar? Það er oft létt að pirra mig og ég get sagt margt hér um þessa manneskju en ég ætla ekki að gera það því að ég veit að ég mun fá það allt í hausinn aftur, þó ég haldi bara nánast enginn sem að les þetta. Og ekki er ég að kvarta ég er bara að fá útrás hérna( geðveik útrás að ýta á takka).

ég var að enda við það að gera könnun hvaða hetja ég væri og niðurstöðurnar voru alls ekki slæmar William Wallace kallinn Braveheart!!! yeah!Þið getið prófað sjálf á þessari slóð
En nóg af rugli nenni þessu ekki ble

Pís át


PJ