föstudagur, október 29, 2004

Rokk og Ról

Krullinn er mættur á stjá
kominn sig að tjá
hvað ætli hann segi þá
hann segir bara allt gott.

Íslendingar til sjávar og sveita. Ég vil byrja þennan pistil á því að þakka mömmu minni og pabba að ég er hér í dag.

Allt er á fullu hér hjá kallinum. Keppa í körfubolta um helgina og í gær var sundlaugarpartý og í dag er ball sem að ég efast um að ég fari á. Útaf körfuboltanum. Maður má ekki vera ósofinn eða hvað það heitir að keppa körfu það er ekki gott. Hér í skólanum á hjara veraldar var maður að fá einkunnir úr prófum og ég náði öllu og það fínt en þetta eru ekki aðalprófin þetta eru bara svona hálfpróf, maður fær einkun fyrir þetta efni í faginu og svo þarf ekki að fara í það á lokaprófinu ef maður náði. En ef maður nær ekki þá þarf maður að læra mikið fyrir próf. Ég heyrði eitthversstaðar að þetta kerfi væri líka notað í skólanum á Svalbarða.

Krulli mánaðarins er Vedderinn.

Vegna tæknilegra örðugleika get ég ekki sýnt hans fallega hár.
Það þarf ekkert að tala um það hvað peral jam er bestir. þið vitið það bara.

Um daginn kepptum við á móti Fjölni og við töpuðum. Það var ekki gaman. Guðni nokkur Valentíusson hafði svikið lit og slegist í för með reykvískum pjökkum í gulum bolum. Þessir gulbolingar frá Grafavogi eða eitthvað svoleiðis úr höfuðborg okkar Íslendinga henni Reykjavík voru heppnir að komast með sigur úr þessari viðureign því að við vorum alls ekki að gera okkar besta en tókum svo á þegar líða tók á leikinn og hefðum við fengið nokkrar mínútur í viðbót þá hefðu það verið þeir sem hefðu setið eftir með sárt ennið.(punktur) Guðni við eigum ykkur næst!! múhahahaha!! nei en vonum það samt.

Ég á í vandræðum að finna eitthvað meria að segja en það er ekkert skrítið blogg er bara rugl.
ekki meria að sinni

Pís