föstudagur, september 24, 2004

Blogg

Já krullinn hefur ákveðið að blogga. Ekki bloggað síðan í maí er það nú dáldið langt síðan. Ætla að breyta síðunni bráðum þegar ég nenni og allskonar, svo verður ekki lengur krulli vikunnar það verðu krulli mánaðarins því það er svo leiðinlegt að vera að leita að krulla í hverri viku mun skemmtilegara að fá að vera krulli heils mánaðar. Ójá.

Í sumar vann ég hjá Skipavík eins og áður hefur komið fram, það var ágætt þrátt fyrir að ég hafi verið að moka með skóflu í tvær vikur eða lengur gerði ekkert annað en að moka frá 8-hálf 7 og það var ekki gaman. En svona er lífið, ég fékk þó borgað 0g var sáttur með það.

Í sumar fór ég líka á nokkrar útihátíðir. Reyndar bara á Nesinu en það var allt snilld þó að toppurinn hafi verið auðvitað Dönsku dagarnir með balli með engum öðrum en Vinum vors og Blóma! sem er án efa besta íslenska ballhljómsveit allra tíma. VV&B svíkur engan. Hinar hátíðirnar sem ég fór á voru Grundaradagar og Færeyskudagarnir. Sem voru aldeilis skemmtileg partý.

Núna er ég í helvítis skóla í Grundó og er það ekki of gaman. Læra og svona. Gubb.is
Er einmitt núna í skólanum og er ekki að nenna læra í augnablikinu. þarf að lesa í njálu um helgina og boring.

Ég er líka byrjaður á fullu í körfu, unglingaflokkur byrjar bráðum í keppni og verðum við að keppa á næstum hverri helgi í vetur og verður það án efa algjör snilld.

Krulli sumarsins það er nú það. Það er ekki vafi um hver það er, það er Siggi frá Akureyri, félgai óla litla Akureyings, hitti hann á dönskudögum frábær gaur.

mynd keumr síðar

En bara haldið áfram að krullast það gengur ekkert annað

Pís