föstudagur, maí 21, 2004

Syngjum búgallú! Búga! Búgallú!

Hei helgarfrí byrjað og búinn að vinna í viku í Skipavík að byggja hús! Alveg bandbrjálaður. Já, Æðislegt lag búgalú sem að Doddi er búinn að koma allvel inn á heilann á mér. Búga búgalú! Þetta er í alveg magnaðri auglýsingu hjá sýn og erum við að pæla í að fara í mál útaf því að þetta lag er fast inni í hausnum á okkur!

Já svo rakst ég á þessa örugglega bestu uppfinningu í heimi.

Snýtipappírshatturinn!
Snýtipappírshatturinn

hver kannast ekki við það að vera úti að labba og það er kalt eða maður er með ofnæmi eða eitthvað og þarf alveg rosalega að snýta sér. En nei, maður er ekki með tissjú! En nú er kominn á markað þessi byltingarkenndi snýtipappírs hattur. Hann er ekki bara handhægur heldur einnig mjög fallegt höfuðfat. Og sást J Lo meira að segja með einn hatt er hún var að spóka sig um á götum Hollywoodar. Einnig hef ég heyrt að Jónsi í hvítum fötum (hann var í þeim í Júróvísion) hafi verið með svona hatt þegar hann sást stefna inn í hans petersen að láta framkalla filmur. Einnig er mjög þægilegt að vera með svona hatt ef maður fer á almenningssalerni og pappírinn er búinn og maður er búinn að gera númer 2. Þá teigir maður sig bara upp og vohla! nema náttúrulega ef að pappírinn sé búinn. Ef að þið kaupið núna fáið þið eina pakkningu af salernispappír frá lambi með 5 rúllum.
Johnson & Johnson

nú er það nú bara þannig að ég segi

Pís

mánudagur, maí 17, 2004

Svakalegt

Já ég er mættur. Búinn að fara til flúða og búinn að fara í fyrsta vinnudaginn í skipavík. Já margt búið að breytast þessa nokkru daga sem ég hef ekki skrifað. Við nokkrir krakkar fórum til flúða í sumarbústað um helgina og var það alveg æði heitur pottur og gott veður og stemming. Og vita allir allt um þetta hvort eða þannig að ég nenni ekki að skrifa það. Líka kominn með illt í hendina eftir að hafa verið að lemja spýtur og toga nagla í allan dag. Já það er ekkert grín að vinna í skipavík. Samt fannst okkur Dodda samverkamanni mínum alveg magnað að við fengum að vinna án þess að hafa neinn yfir okkur á fyrsta degi plús það að við fengum Skipavíkurbíl til að keyra á staðinn. Magnað og greinilega ekkert vantraust þar á ferð. Takk

Ætla að ljúka þessum pistli með brandara sem að Daníel sagði.

Pabbi minn, hann málaði fyrir Bjössa málara

Pís

þriðjudagur, maí 11, 2004

sælt sé fólk til sjávar og sveita

Svakalegt búið að breita bloggernum og maður veit vall neitt hvað er í gangi. Já en nóg um það var í ensku prófi áðan og gekk það held ég sæmilega þangað til það komu spurningar um eitthver orð sem eru notuð í réttarsal og dómar og eitthvað, þar voru ljót óskiljanlega orð eins og arson sem ég veit ekki hvað þýðir og ég sagði að það væri son of an arse. er það ekki rétt? svo er bara eitt próf eftir í dönsku og þegar það er búið þá þarf maður ekki að læra meiri dönsku því þá held ég að dönskueiningarnar séu komnar

svo þarf ég alverlga að fara pæla í því að fá mér vinnu er búinn í skólanum á föstudag og ekki enn búinn að fá vinnu neins staðar. jæja

Svalur!

Ian Anderson úr Jethro Tull er krulli vikunnar og er hann ekki einungis söngavarinn nei ó nei hann er þverflautuleikari. Líklega enginn sem les þetta veit hver hann er en hann er snillingur. Og er hann alveg æðislega fallega klæddur

Jæja bara góða nótt

Pís

föstudagur, maí 07, 2004

Hnakkar

Hnakkakjöt!
Þó hnakkar séu eitt það hræðilegasta sem herjar á þessa þjóð þýðir það ekki að við eigum að fara éta þá!

miðvikudagur, maí 05, 2004

Jájá

Krullari!
Krullari vikunnar

Carles Puyol ú Bracelona er krullari vikunnar. Fótboltakall með krullur

Já maður er byrjður í prófum og var að enda við það þriðja. Vandamálið við það er að ég mundi ekkert hvernig átti að reikna þessi dæmi. Í vetur var það líka þannig að við byrjuðum á nýrri aðferð og svo gerðum við eitt dæmi eða svo og fórum strax í nýja aðferð og þá er ekki skrítið að lítið verði eftir í hausnum á manni. Hin prófin voru í náttúrufræði og íslensku og held ég að það hafi gengið bara ágætlega. en ekkert annað er að frétta af mér er bara búinn að vera reyna verða klár síðustu daga

Pís