fimmtudagur, apríl 29, 2004

Drullumall

Í dag gerði ég dáldið sem ég hef aldrei gert áður. Í íþróttatíma átti að koma í fötum sem var í lagi að yrðu rosalega óhrein og jafnvel skemmast. Við vorum að fara í leik. Drullumall leik. Það var skipt í 3 hópa hefði náttúrulega átt að vera fjórir miðað við fjöldann á okkur en stelpur eru og verða stelpur geta valla farið á klósettið án þess að hafa vinkonu með sér. En ekki að það hafi skipt neinu. Allir hópar fengu kort og flösku með kaffi eða eitthverju í. kannski tei. Og svo var lagt af stað. það átti að fara fyrst á stað eitt (skrítið). Þar átti að hlaupa yfir mýri og var risapollur eða lítið vatn í mýrinni og áttu allir í liðinu að hlaupa fram og til baka tvisvar í þessu og þá voru allir orðnir vel blautir. svo á stöð 2. hahahah, ok á stöð tvö átti að draga einn úr liðinu svona 10 metra ofaní skurði og áttu hinir að draga hann á höndunum. Óskar dró styðsta stráið og þurfti að gera þetta en það skipti engu því að við létum okkur alla velta þarna mökuðum drullu framan í okkur og á okkur alla. Þess má geta að keppnin snérsit um það hverjir urðu drullugastir. Þegar við vorum orðnir vel drullugir með drullubrún andlit og allir í leðju fórum við á stöð 3. þar átti einn að hoppa ofaní skurð og henda leðju í hina. það endaði með að allir hentu í alla. svo númer fjögur þá var líka þessi fína drulla á veginum( ekki skítur) og áttum við að maka því framan í hvorn annan. Eftir þessa stöð vorum við ekkert nema drulla með dreddlokks í hárinu sem ég gerði með drullu og óskar setti stóra leðjuköku á hausinn á sér sem passaði vel við svart andlitið. Matti var kolsvartur og skítdrullugur og addi patti líka sem að hoppaði held ég ofaní næstum hvern einasta skruð til að finna meiri leðju til að gera sig skýtugri til að vinna. Donatas var nú bara hreinn miðað við okkur hina fjóra en við vorum svo skítugir að það stemmdi í ekkert annað en sigur. fimmta stöðin var þannig að við áttum að rúlla okkur upp og niður moldarhaug en þetta var léleg drulla og við slepptum því og fundum skurð með alveg ótrúlegri drullu sem setti punktinn ° yfir I-ið. Þar náði drullan okkur upp í mitti og makað svo vel framan í mann að ekkert sást annað en munnur og augu af upprunalega andlitinu. við vorum orðnir negrar. Og þar bætti ég við nokkrum dreddum í hausinn á mér. sjötta stöðin var þannig að við áttum að hella drykknum yfir eitthvern einn og það var donatas og moka svo yfir hann möld og möl. svo síðasta stöðin átti að taka lang stökk útí poll en við slepptum því því við vildum ekki taka af okkur drullu svo við værum ekki örugglega sigurvegarar. Svo var labbað upp í skóla og þar var fólkið og eins og við vonuðum þá vorum við langskítugastir og ætlunarverki okkar lokið. Reyndar höfðu hinir sem að byrjuðu dáldið á undan okkur og við náðum þeim aldrei farið í vatnsslag á leiðinni. En Andrés sagði að við værum drullugastir. Það sem mér fannst verst var að það var ekki tekinn nein mynd af okkur við vorum gangandi drullur. Svo löbbuðum við upp í íþróttahús og þar vorum við smúluð og það var kalt. Maður var gjörsamlega að frjósa fyrir gat valla hreift á sér hendurnar en þetta varð víst að gera. Það tók langan tíma að smúla okkur öll. Ég þurfti að skilja öll fötin mín eftir úti nema nærbuxur áður en ég fékk að fara inn í íþróttahús í sturtu. Þá var bæði búið að smúla mig í fötum og ekki. Þegar ég kom inn í klefa var ég samt svartur í framan þótt ég væri búinn að smúla mig í framan. Ég var í sturtu í eitthvern hálftíma. Við strákarnir vorum endalaust að taka meira gras og strá og steina úr hárinu á okkur og hélt ég að þetta yrði aldrei búið. Vatnið litaðist líka allt dökkbrúnt þegar maður stakk hausnum undir sturtuna og var eiginlega komin heil mýri á gólfið á sturtuklefanum. Maður fékk lánað handklæði í íþróttahúsinu og svo þurfti maður að fá lánaðan síma til að hringja í mömmu og fá send föt niður í íþróttahús því auðvitað hafði ég ekki vit á því að taka með mér aukaföt heldur.

Svona var nú þessi í íþróttatími sá skemmtilegasti í vetur að mínu mati og samt finnst mér það sorglegt að enginn var með myndavél. En svona er nú lífið. Hef ekkert meira að segja annað en að ég vil þakka Árna fyrir að vera sá eini sem skrifar í kommentin hérna á síðunni.

Until next time
Pís

sunnudagur, apríl 25, 2004

Dónakallar

James Hetfield!
Krulli vikunnar

James Hetfield söngari "slash" gítarleikari Metallicu er nú krullinn á krullanum og er það vegna þess að hann er með krullur og sakar ekki að vera í einni bestu grúppu í heimi!!!

helgin að vera búin og mikið búið að gerast. Skellti mér á skagann á föstudag og fór á ball ef það má kalla með Dj palla óskari. Ég myndi frekar kalla þetta samkoma þar sem hommi spilar úmmtsjikka úmmtsjikka tónlist fyrir almenning. Já tónlistin var ekki mjög skemmtileg þarna en maður skemmti sér annars bara vel. Fékk far með Birki á staðinn og kom auður með okkur og hef ég aldrei séð neinn borða pulsu jafn asnalega og hún gerði eða það sem hún át af henni. Það eina sem ég boraði í þessari ferð voru hamborgarar og át ég meira að segja einn uppúr skál en hann árni matreiddi þann hammara og var hann ætur!!! alveg ótrúlegt. Laugardagurinn var þannig að ég kom heim um fjögur og fór á rúntinn með birki svo árna og svo var ég bara á rúntinum með hinum og þessum og hljómar það svakalega sorglega en það var gaman. Djöfullinn hann árni vann 5000 kall í kassanum líka þennan skemmtilega dag. Helvítis heppni.

Í dag er búið að chilla með strokes og fleiri á fóninum og læra dáldið fyrir próf á morgun en það er ekkert gaman. Horfa á formúluna og vann Schumi aftur, hann vinnur allt þetta er ekkert spennandi lengu næstum því. En það var smá spenna í 4-6 sæti eða eitthversstaðar þar. Ef það hefði ekki verið hefði þetta verið ósköp boring keppni.

Þannig er nú lífið hjá mér alveg kolruglað eða hvað?? en komið fínt man

Pís

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Skarphéðinn

Það var úrslitakvöld skarphéðins í kvöld en það vildi svo illa til að við töpuðum. Já vorum yfir mest allan leikinn en þau náðu nokkrum 3 stiga í endann á okkur sem var fyrir okkur ekki gaman. En eins og allir vita þá má ekki gefa frí 3 stiga skot á góðar skyttur ef ég tengi þetta svona við körfubolta.

En það skemmtilegasta sem var gert í dag var gerð kynningarmyndbands sem að við gerðum um okkur keppendurna í Skarphéðni fyrir hönd framhaldsins. Við vorum með dressman atriði, læri atriði, svona æfa sig fyrir spurningakeppni atriði, atriði þar sem við gefum brjáluðum aðdáendum eiginhandaráritanir, atriði þar sem við vorum í myndatöku með vind í hárið svona proffessional stuff sko og viðtöl og kynningu á okkur keppendunum. Mest var nú hlegið þegar jón drakk hrátt egg sem að hans mati er mjög hraustur matur!! og þegar kristján var að leika apa sem var dáldið freaky.

En til hamingju 10. bekkur. Ég er reyndar með tapsárustu mönnum get valla tapað í spili á móti litla bróður mínum verð tap sár við það en þið eruð náttúrulega í betra formi í læreríinu en við núna að læra á milljón fyrir samrænd próf og svona og svona. En lífið er ekki dans á rósum. Ég hefði nú samt getað dansað á rósinni sem ég fékk fyrir annað sætið en það er bara ekkert sérstakt að dansa á rósum!! langar það ekkert

En held ég fari að gera eitthvað annað kannski bara að lúlla og dreymir ef til vill hamborgarapulsu!!!!

Friður

mánudagur, apríl 19, 2004

Hamborgarapulsa

Steve Harris!
Krulli vikunnar

Steve harris úr Iron Maiden bassaleikari góður og krullu haus og það væri nú bara leiðinlegt ef ég færi að tala um hvað Maiden eru góðir.

Já sæl sé fólk. Um helgina fór ég til Reykjarvíkur og var það allt í lagi þó mig dauðlangaði að vera heima í staðinn að hanga í rvk. En í borginni fór ég í tvöfalt 30 afmæli hjá Hólmfríði og Inga og var það fínt. Það var þema í afmælinu og allir voru með hatta. Ég var með eitthvern amis hatt eða eitthvað en var samt ekki bestu það var einn með græna húu með eyra og var hann þarna rjóminn á toppnum( cream on the top). Já það var gaman og voru sungin fyndin lög og sagðar sögur sem ég fer ekk með hér.

Laugardagur var chill! Tv, og bíó. sá whole ten yards sem er hörku fyndin mynd.

Sunnudagur var svo fermingarveisla úti á Álftanesi og var það bara ágætt miðað við að vera fermingarveisla. Þoli þær ekki. Ojj! svo var farið heim eftir það

í dag er það skóli og læra og læra og karfa og annað en þetta læra og læra og skóli er ekkert gaman.

ble er gónig on pragtish

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Krulli vikunnar

Rauðhærðu og krullaður!

Krulli vikunnar er enginn annar en Carrot top sem að lék í skrítinni bíómynd hérna eitthvertíma um uppfinningakall. hann gerir líklega eitthvað meira. Það skemmtilega við hann er að hann er Rauðhærður og á hann þann heiður að vera fyrsti rauðhærði krullinn!!! Rosalegt! klikkað!

En meira var það ekki. huah!!!

Pís

þriðjudagur, apríl 13, 2004

heihei!

Svaka klár!!

já sæl páskafríið að vera búið og maður á að mæta í skóla á morgun. vei vei!! uhh.. ekki alveg. Maður ætlaði að vera smá duglegur í páskafríniu og læra smá í málsögu en það fór ekki lengra en það að ég þraukaði 2 bls einn daginn og er sem sagt ekki búinn að læra mikið í fríinu. Leoncie hérna uppi á myndinni voða töff eitthvað í stúdíói eitthvers staðar. En það er ekki allt sem sýnist þetta er heví uppstilling! það er ekki búið að hreyfa við neinu á mixernum! haha! Hvenær fattar hún að hún er bara rugludolla sem kann ekki að búa til almennilega tónlist nema fyrir heyrnaskerta. Kannski var þetta ljótt sem ég sagði en samt lítið miðað við það sem maður hefur heyrt frá öðrum.

en þegar ég sat hérna áðan og horfði á páskaeggið mitt á borðinu þá datt mér svona í hug á ég að fá mér bita af því. og ég gerði það svo þegar ég var búinn að hugsa mig smá um og fannst mér súkkulaðibragðið gott og ákvað ég þá að fá mér annan bita og var hann líka góður á bragðið. Já Páskaegg eru góð á bragðið allavegana mitt sko.

það er allt svo crazy að ég nenni þessu ekki og þið dansið

sunnudagur, apríl 11, 2004

já hei hei

Snæfell urðu í öðru sæti í úrslitakeppninni í körfubolta í gær og tilhamingju með að ná svona langt. Já maður skellti sér á leik í gær í keflavík og endaði hann ekki eins og maður vonaði. Fékk maður far til keflavíkur með guðna a.k.a. two o´two. Ég, Birkir, Jón og Guðni vorum saman í þessum bíl og skemmtum okkur vel á leiðinni. Guðni sagði magnaðann brandara sem að var svo magnaður að mann langaði meira að gráta heldur en að hlægja þegar hann var búinn. hann var svona.

Einu sinni voru tvö ástfangin handklæði og eftir níu mánuði eignuðust þau hvað???? Þvottapoka

þegar brandarinn var búinn þá horfðum vð allir á Guðna og bara hvað í andsk... var þetta!?!? þetta var aumasti fimm aura brandari í heimi!! það voru allir í sjokki í bílnum eftir þennan lélega djók og þögðum við í smá stund. en við vorum samt fljótir að byrja flippa aftur. Þetta var fín ferð í alla staði nema náttúrulega að við unnum ekki leikinn.

já svo var rúntað um kvöldið og það er bara alltaf eins og maður er eiginlega kominn með heví ógeð af því að rúnta þó manni finnist það gaman!! skrítið! don´t make sens P!

en já já já vegna mikilla rúntinga þá verð ég að fara þvo bílinn og kveð ég að sinni

friður

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Metallica jé!!!

Mettalica koma í júli!!!! Það eru náttúrulega skyldutónleikar rokkarans!! Og mun maður auðvitað mæta í Egilshöllina ásamt eitthverjum 10 þúsund öðrum!!! það er slatti. Já fínt páskafrí í gangi og maður bara að chilla að hlusta á músik, rúnta og horfa á videó eða spila á gítar eða eitthvað þegar maður þarf hvorki að læra né vinna sem er ágætt. Bara frí!!

Snæfell fer til Keflavíkur á Laugardag og mætir Keflavík þá í fjórða leiknum. Keflavík eru búnir að vinna tvo en Snæfell einn. Nú þarf að fjölmenna og styðja Snæfell til dáða svo við getum haft tvær stórar dollur í hólminum eftir þetta tímabil.

Krulli vikunnar er Santana sem er allsvakalegur gítarleikari!!!

já allt gott að frétta hér. Sjáumst hress og kát

friður

sunnudagur, apríl 04, 2004

Snæfell - Keflavík

Jæja Arnar Freyr. Er eitthvað að! Leikurinn í keflavík í gær var fáránlegur. Keflvíkingarnir tudduðu svo rosalega að það var bara rugl. Nokkur dæmi: Arnar Freyr felti Ed vljandi, Arnar Freyr stökk á Hlyn og gaf honum olnbogann í andlitið viljandi, Arnar Freyr neglir boltanum í D þegar Keflavík er búið að skora körfu og Snæfell að fara að taka innkast viljandi, Arnar Freyr klárar þetta svo með því að henda boltanum í Hlyn og Corey tekur hann og hendir honum í gólfið og fær Corey brotnrekstarvillu fyrir. Og Arnari var fagnað eins og hetju. Gunnar Einarson var líka þarna að berja og spilaði eins og fífl. Ótrúlegt að dómarar leiksins hafi ekki einu sinni gefið þessum mönnum áminnigu fyrir leik sinn inni á vellinum. Þetta ætti ekki að sjást og ef Keflvíkingar komsast upp með þetta þá er KKí ekki að standa sig í stykkinu. Snæfell annars að spila frábærann leik en það kom þarna kafli í restina þar sem að Snæfell skoraði valla en þeir hittu og hittu + að það voru ekki dæmdar neinar villur á Keflavík sem að braut og braut. En Arnar Freyr verður líkleg settur í bann. Miðað við Sanders var settur í bann fyrir að lemja Sverri einu sinni. En Arnar var með fjölmörg óþokka brot og ætti því að fá jafn langt ef ekki lengra bann en Sanders. Ég held að Snæfell sé búið að kæra þetta enda er þetta óíþróttamannsleg framkoma og hættuleg gegn öllum öðru sem spila á móti þessu manni. Vegna þess að Corey braut þarna í endann verður hann líklega í banni á morgun. En hann fær allavegana eins leiks bann. Ekki er samt víst að það verði búið að dæma í málinu fyrir leikinn.

Orðið á götunni segir að það muni koma rúta frá Sauðárkróki á leikinn hérna á morgun. En eins og allir vita þá voru það Keflavík sem að rétt svo komust í 4 liða úrslitin er þeir mörðu Tindastól í leik í Keflavík sem ég og flestir aðrir eru sammála um að dómararnir hafi hjálpað Keflavík með að vinna í endann. En það voru líka Keflavík sem að kærðu Sanders. Svo þeir eru ekki í neinu uppáhaldi Keflvíkingar hjá Stólunum og býst ég við því að Stólarnir muni koma og styðja okkur Snæfellinga á morgun.

Á morgun verður brjáluð stemming og ætla allir að mæta sem rauðastir og flottastir á leikinn. Er að fara plana nýja tegund af snæfells bolum hérna á eftir með da homies. Svo er maður líka að pæla í að plana dáldið fleira fyrir leikinn:)

Gæti skrifað endalaust meira um þetta en þetta er orðið gott. Enda þetta með einu góðu

ÁFRAM SNÆFELL!!!!!!!

föstudagur, apríl 02, 2004

Snæfell
Skeifa en ekki sú eina sanna!
Skeifa en ekki sú eina sanna

Snæfell kom sá og sigraði í gær í fjárhúsinu. Það var búið að setja upp hliðarstúkur við báða enda vallarins og var þess vegna ekki alveg jafn geðveik kremja eins og oftast. Snæfell spilaði vel en ótrúlega spiluðu keflvíkingar gróft. Lemjandi og hrindandi með eitthver viljandi olnbogaskot og meira. En það skiptir engu núna þegar þetta er búið. Snæfell var bara miklu betra lið þarna. Ed Dotson sem ætti frekar að vera kallaður flugmaðurinn eða eitthvað hann tróð svo heví alíúp troðslu eftir sendingu frá Corey að annað eins held ég að hafi ekki sést í íslenskum körfubolta. Þetta var geðveikt!!! olnboginn á honum var langt yfir hringinn þegar hann greip boltann! Þetta var eiginlega of flott. Hlynur, Siggi og allir voru að spila heví vel í gær. bara nú er bara vinna þá í Keflavík á Laugardag. Torfi bróðir Hlyns brilleraði þarna með skeifuna í rauðum jakka og buxum og gáfu allir stuðningsmenn Snæfels orku í skeifuna. Þessir Bæringssynir eru bara algjörir snillingar!!!

En kallinn er nú í gati í skólanum og búinn að skila tveimur ritgerðum. Nú er bara tímaritgerðin eftir og svo er það páskafrí!!! Vá hvað mann hlakkar til!

Segi þetta gott núna

Friður