mánudagur, mars 29, 2004

Laminn í klessu

GEt funKY!

Já við vorum að keppa um helgina og ég var laminn í klessu alla leikina og dómararnir í kr voru frekar loftlausir og gátu illa blásið í flautu. En við töpuðum öllu þessa helgi. Sorglegt við hefðum án efa unnið nokkra leiki hefðum við allir verið að spila. Daði og Danni voru ekki með. ÓSkar var í klessu eftir fyrri daginn og spilaði ekkert á sunnudag. Kjartan var líka illa farinn og spilaði eiginlega ekkert í seinasta leiknum. Sem þýddi að ég var einn að spila með 9. flokk á móti Fjölni sem var með lang besta liðið þarna. En þeir tudduðu frekar mikið lömdu og lömdu en ekkert dæmt. En þeir voru þrátt fyrir það líka með besta liðið þarna. Á laugardags kvöldið fórum við í bíó á Starsky & Hutch sem er snilldar mynd og allir verða bara að sjá þetta.

Krullinn vikunnar er Kirk Hammet úr metallicu! jej!

Komið í bili

Pís

föstudagur, mars 26, 2004

Jáááááá SNÆFELL!!!

Jibbý!

Talandi um comeback í Njarðvík! Hvað var þá þetta í gær! Þvílík snilld, snæfellsmenn hættu aldrei og eins og Jón Páll myndi segja það þá er ég í Seventh heaven. Búin að kíkja á Njarðvíkursíðuna og heyra úr viðtölum og frá fólki sem að heyrði og talaði við Njarðvíkingana að þeir séu að kenna dómurunum um þetta allt. Það er algjör vitleysa að dómararnir hafi dæmt þeim í óhag en miðað við hvernig þeir spiluðu þá áttu þeir að fá fleiri villur finnst mér. Frikki var til dæmis að spila fáránlega og þess vegna er ekki skrítið að hann hafi fengið þessar 3 villur á 8 mín. En ég er engin hatari. Njarðvík er fínt lið en við Snæfellingar vorum bara miklu betri. Það var mikið dæmt Njarðvík í hag eða ekki dæmt, en þegar það hætti þá möluðu Snæfell þá plús það að fara að spila betri vörn og allt. Nú er bara að sjá hverjir koma og berjast við Snæfell í úrslitum. Vona ég að það verði Grindvíkingar.

Já nú um helgina er 11. flokkur Snæfells að fara í törneringu í DHL-höllinni. Við keppum í A. riðli í fyrsta skipti síðan í 9. flokk. maður veit ekkert lengur hvernig gaurarnir í þessum liðum spila. Danni er búinn að vera veikur alla vikunna og er ekki í alveg besta formi og Daði spilar ekki með vegna ökklameins sem að honum gengur vel með að viðhalda. Óheppinn að vera að snúa sig aftur eftir að vera á hækjum í eitthverja marga daga. bömmer! En við komum og gerum náttúrulega okkar besta og ef við töpum þá gerum við það ekki baráttu laust.

Svo er smá babb í bátnum ég þarf að lesa bók um helgina:/ en ég er búinn að sjá myndina þannig að ég er veit alveg um hvað þetta er en þetta er samt vesen.

Engin búinn að keyra á í dag í hólminum og lofar það góðu. En það er aldrei að vita hvað gerist á eftir það er ekkert alltof fun veður úti. Maður ætti kannski að fara taka á móti veðmálum hver klessi næst á. hehe.. vonandi ekki ég sjálfur. NEi náttúrulega gerist það ekki.

Já óskari tókst að eyðileggja geislaspilarann í bílnum hjá mömmu og pabba reyndar átti ég kannski smá hlut í því en óskari tókst að festa geisladisk inni í geislaspilaranum. Hann fór samt ekki alla leið inn og sá ég að ég gæti dregið hann út því draslið vildi ekki spýta honum út. ég dró diskinn út og var hann rispaðu í tætlur. Svo reyndum við að setja hann aftur inni í til að gá hvort það væri hægt að spila hann eftir allar þessar rispur. En nei diskurinn fór ekki inn! Draslið tekur ekki við diskum lengur þannig að nú er bara hægt að hlusta á útvarp í bílnum. óskar þú ert meira fíflið!! skamm skamm

fimmtudagur, mars 25, 2004

Ökumenn

Þetta á örugglega eftir að ske í hólminum bráðum!

Já nú erum við sem að fengum bílpróf á mánudag búin að hafa það í 3 daga. Og auðvitað er búið að klessa á. Sá sem að var svo heppin að byrja á því og kom það engum á óvart heytir erna. Þvílíkur lúser! haha. don´t take me Ceeriosly:) Já en ég fór að keyra í kvöld og gekk það bara vel. Fór í feluleik á bílum. Dáldið crazy. Við matta. Ég fann hann næstum strax en hann var búinn að fá allmargar vísbendingar þegar hann loksins fann okkur. það er mig og óskar. Síðan sögðum við að við ætluðum að fela okkur aftur en þá fór ég með óskar heim og svo hringdu þau í mig og vildi svo skemmtilega til að ég kom aftan að þeim og þau voru svona ekki glöð en heldur ekki í fýlu neitt. Þetta var sem sagt hevy metal í kvöld.

Nú fer kallinn bara að lúlla og bið að heilsa.

p.s. muna að mæta í fjárhúsið á morgun og ÁFRAM SNÆFELL!!

Friður

þriðjudagur, mars 23, 2004

BÍLPRÓF!!

Umferðaskilti!
I got a drivers læsens!! já ég er kominn með bílpróf og má keyra bæinn út og inn og líka aðra bæi!!! vá

Ég Óskar, Sveppi, ERna, María og Kjartan tóku bílpróf reyndar tók maría bara krossaprófið. En allir hinir mega keyra eins og þeir vilja! já samt ég get nú náttúrulega ekki keyrt neitt mikið á ekki bíl sjálfur en fékk mömmu og pabba bíl í gær og keyrði dáldið. Ekkert slys og flott. Ef þið viljið vita hvernig á að drepa á bíl þá get ég kennt ykkur það með stæl. Þó ég geri það ekki lengur. En ég fann góða tækni til að drepa á honum sem er dáldið skrítið en það er gaman.

KRulli vikunnar er sköllóttur!!!

Hann heytir crusty og er trúður og þið hafið örugglega séð hann í simpsons

Hér er crusty!!!

Þó ég sé búinn með prófið þá er bara eitthvað annað sem ég þarf að gera. já lesa bók í ensku og dönsku. Ritgerð í Íslensku stærðfræði og allt draslið í einu. Rosalega er mann byrjað að hlakka til sumarsins!!!!!!! Þá verður sko stuð með.. já. stuð!!! jej!

Snæfell að brillera. Vinna einn leik í viðbót og þá eru þeir komnir í ÚRSLIT!!! Já ekki væri það nú amalegt að fá tvær dollur sama árið! það væri crazy mcrady!! Vonandi vinna svo Grindavík Keflavík ég er orðinn svaka leiður á þessu keflavíkur liði og miklu skemmtilegra að horfa á leiki með Grindavík heldur en Keflavík.

Næsti leikur hjá Snæfell er á fimmtudaginn í fjárhúsinu (sem að allir eru farinir að kalla íþróttahúsið hérna) og byrjar hann 19.15 og lofa ég því að það verður crazy. Mæta snemma svo Njarðvíkingarnir komist ekki fyrir hehe.. nei bara allir stuðnigsmenn Snæfells fjölmennið á leikinn!

munið svo að hundar eru ekki menn, þeir eru dýr og þá ber að umgangast eins og dýr

Friður

laugardagur, mars 20, 2004Ég er kominn með nýja könnun og hún er sú stærsta hingað til hún snýst um það hvort ég eigi að nenna að halda áfram að blogga eða ekki!

En ég er að fara að taka bílpróf á mánudaginn og er það bara nokkuð spenjandi.

Nenni ekki að skrifa núna er að fara gera annað.

Enda þetta rugl með þrjú egg og eitt beikon!

Pís

þriðjudagur, mars 16, 2004

Heiiiiijaaa!!!

Sæl fólk til sjávar og sveita. ég var að enda við að horfa á leikinn hjá Keflavík og Tindastól þar sem Tindastóll spilaði ótrúlega vel og voru kanarnir þeirra Sanders og Cook alveg ótrúlegir og blokkaði Sanders man ekki hvern alveg í skít. Tindastóll var yfir allan leikinn Keflavík komst tvisvar yfir en unnu á endanum með hjálp dómara en allir vita að dómarar eiga erfitt með að dæma ekki Keflavík í hag. Þeir voru að sleppa að dæma villur á ótrúlega augljós brot eins og til dæmis í endann. Ég verð bara að segja að það er sorglegt hvernig dómarar á Íslandi fara með önnur lið vegna þess að þeir geta ekki dæmt leiki með Keflavík án þess að dæma þeim í hag. Bú á ykkur dómarar!!!

Já en snúum okkur að öðru Krulli vikunnar á Krullanum er Afroman hann er með afro krullur og er eitthver tónlistar kall or some. Æ sulút jú!

Svaka mikið að gera hérna hjá mér í bæ slitlagsins. Já marr er að læra á bíl og fer líklega bara bráðum í bílpróf!!! svo er heví mikið að gera í skólanum á að fara að byrja á eitthverri heví ritgerð, ÉG ER Að STJÓRNA árshátíðar atriðinu hjá okkur og er það dáldið erfitt þar sem ég er að gera næstum allt. En ég vildi það frekar en að við værum með ekkert það nennti enginn að gera neitt!! urr! Svo er bara allt annað læra þetta og hitt tónó og karfa og sofa borða og gera það sem þarf að gera þegar náttúran kallar.

Ég var að pæla fyrst það er nú búið að búa til neón mýs. Er þá ekki hægt að búa til neón minka og sleppa þeim út í náttúruna og láta þá eiga mök við hina og þá verða allir neón og þá er auðveldara að finna þetta allt til að endanlega útrýma þeim. Góð hugmynd sem á aldrei eftir að vera notuð.

Tékkið á þessu! æðislegt flash sem ég sá í dag

Old lady

Samkvæmt könnun sem er búin að vera í gangi hér á Krullanum í dáldinn tíma er Mattías betur þekktur sem melur eða batman fallegasti krulli bæjarins. Það er allt í lagi. En annað finnst mér verra ég er víst bara jafnfallegur og Árný!! Sem er nú bara sorglegt. Óli og kristján eru samkvæmt þessari könnun held ég bara ljótir. hehe

þetta er komið í bili minni á gestabókina og skráið ykkur endilega í hana nema þið skammsit ykkar fyrir að lesa þessa síðu.

Pís át

mánudagur, mars 15, 2004

Vegna rosalegra anna þá hef ég ekki tíma til að skrifa á bloggið. Krulli vikunnar og fleira kemur um leið og ég hef tíma

Ritstjóri Krullans

laugardagur, mars 13, 2004

Jibbý
Afmæli!

ÉG Á AFMÆLI!!!!

og snæfell er komið áfram í úrslitakeppninni!!

Góður dagur!

Pís

miðvikudagur, mars 10, 2004

Húha!

hei, kallinn var að keppa í spurningarkeppni í gær og mitt lið vann. Það vorum við í framhaldi að keppa á móti 9. bekk númer A eða S eða P eða whatever. við unnum 25-15 og var það mjög gaman miðað við það að við töpuðum síðast í þessari keppni á móti 10. bekk sem er alls ekki nógu gott. Já alveg rosalegt í gangi í hólminum kallinn með kinnarnar kom í dag og talaði eitthvað, gat valla talað um neitt fór bara að tala um heimasíðuna hjá Fva og hvað væri inná henni. Ok. þetta var voða slappt en hann er æði. Síðan fór ég próf og það var bara asnalegt ég ruglaði eitthverjum dvergum saman í þessari fj..... snorra eddu. ekki gaman það.

á morgun er fyrsti leikur Snæfells í úrslitakeppninni og á móti Hamar sem koma úr teknó og hnakkabæli dauðans Hveragerði. ha matti. Verður það án efa mikið gaman og svo er seinni leikurinn á laugardag (afmælið mitt!) í Eden. Búið er að taka kassann sem er búinn að vera í miðri stúkunni hérna í íþróttahúsinu í Stykkihólmi í marga daga og er nú loksins hægt að sitja í miðjunni án þess að eitthver ljótur kassi sé fyrir manni. Í staðinn er verið að setja upp eitthvern pall fyrir ofan rimlana og munu sjónvarps kallar nú standa þar þegar mynda á Snæfells leiki. og verður þá hægt að ná að auki góðum myndum af áhorfendum! flott man.

Árshátíðin í grunnskólanum er í næstu viku og auðvitað er líka atriði frá framhaldi og verður það smá rugl en held ekki alveg eins og hjá þeim í fyrra með búgandúlfur eða eitthvað og chewbacca sem drekkur Hi-c!! nei bara eitthvað vonandi funny bunny annars er ekkert gaman af þessu.

Daði er nú kenndur við lítinn feitann kall. Mikið af grjónum trúa á þennan kall og eru sum grjónin sköllótt í appelsínugulum fötum og skalla pepsidósir. Já daði er kallaður búddi og hann að pæla að fara og kæra fólk sem er að kalla hann þetta. ég hef aldrei gert það. Meira segja er einn kennari búinn að leggjast svo lágt að leggja daða í einelti með þessu nafni og er daði alveg í önglum sínum. Nafn kennarans verður ekki getið á þessari stundu vegna alvarleika málsins.

jjáá þþaanniigg eerr nnúú þþaaðð ssjjááuummsstt hhrreess oogg kkáátt!!!!

Friður

sunnudagur, mars 07, 2004

Jáhú
What!
Jájá... Helgin að vera búinn og ég góðu sunnudags chilli. i´m just straight up representing malibu!! don´t be hating! B-rad er svartur gaur!já fín mynd hérna um mesta gangsterwannabe ever. Malibu´s most wanted. Mæli með að sjá hana. Já ekkert er ég búinn að gera um helgina. just chilling killing. Rúnta með árna sipping on gin and juice, lay back, with my mind on my money and my money on my mind. Ég verð bráðum 17 eða næstu helgi 13. mars og verð ég ekki kominn með bílpróf þá en fæ það öruggleg ekki eftir langan tíma nema ég falli á prófinu. En ég nenni því ekkert

Krulli vikunnar heitir ted nugent og er gamall rokkari með KRullur! æj sulút jú!

Það nú komið í bili um leið og eitthvað gerist sem hægt er að segja frá plompa ég því híír.

Pís

fimmtudagur, mars 04, 2004

sup

ég er búinn að vera á fokkin fulllu í allan dag. Skóli byrja á ritgerð, vinna, æfing, spurninga keppnin Skarphéðinn?!?! og aftur heim að læra gera ritgerð! Oj, bara!! Það er alltof mikið að gera. en segi þetta bara gott er ekki í nógu góðu skapi til að skrifa blogg gæti farið að gera eitthverja vitleysu.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Koma 30. maí!!

mánudagur, mars 01, 2004

Já!

Ég alveg búinn að gleyma að segja. Ég á miða á KoRn!!!! Yes!! Snilld!!
Jón fékk miða í forsölu snillingur og var svo góður að leyfa mér að fá einn!
Nenni ekki að segja meira.

Þess má geta að ég er fullorðinn maður

Pís