sunnudagur, júlí 16, 2006

Wolfmother

Snilldar hljómsveit hér á ferð frá Ástralíu, eitthvað sem allir unnendur rokks (þá á ég við þá sem hlusta á rokk tónlist ekki einhverja helvítis linkin park, sum 41 eitthvað) verða að kíkja á. Heyrði fyrst í þessari hljómsveit á Xfm og mér leist svo vel á að ég ákvað að blogga um það meira segja, er núna kominn með diskinn og er hann líka svona djöfulli góður. Þeim er líkt við margar góðar hljómsveitir á við Led Zeppelin, Black Sabbath, Deep Purple og White Stripes. Mér finnst þetta minna helst á White Stripes en það er líklega bara útaf Jack White hljómar mjög líkt söngvaranum í Wolfmother, Andrew Stockdale. Þetta er vel samið rokk með löngum trommusólóum, gítarsólóum og svona sýruköflum þar sem bassaleikari hljómsveitarinnar spilar á orgel með öllum effectum sem þarf til að fá út mjög góða sýru stemmingu. Margir kaflar í lögum þeirra minna stundum á gamalt gott 70's rokk, hljómsveitir eins og Uriah heep og Deep Purple eru þær sem koma mér í huga af og til. Góð lög með flottum bassalínum og trommuleik, gítarleik, söng, sýrukaflarnir eru flottir og þeir rokka með þungu distordion. Það er ekki hægt að biðja um meira.

Mitt mat er það, að ekki hefur komið betri hljómsveit síðan Mars Volta stigu inn á sjónarsviðið með De-Loused In The Comatorium 2003.

Pís

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Janúar

Já, eins og flestir sem þekkja mig þá vita þeir að ég er núna fyrir norðann, og lifi mínu lífi á heimavistinni á Akureyri. Það er allt gott og blessað að frétta af manni svo sem skólinn byrjar á fullu og maður er búinn að kaupa sér lyftingakort í ræktina sem er í mjög fín fyrir utan hvað það er alltaf fjölmennt þar, maður fær engan frið alltaf einhver þar sem maður er að fara og vesen. En svona er þetta líklega þegar maður er ekki lengur í 1100 manni samfélagi, Stykkishólmi. Ég neita því ekki að mig langar þó nokkuð að fara heim og hitta félagana og fara í körfu og sofa í rúmminu mínu! En ég lét námið ganga fyrir og þurfti vitaskuld að fórna ýmsu fyrir það þar sem mér fannst skólinn í grundarfirði ekki bjóða mér lengur það sem ég þarf til að klára námið.


Svo vil ég óska Árna til hamingju með það að hafa verið valinn í landslið, átt það skilið.

kominn með ritstíflu

pís

sunnudagur, október 30, 2005

Blog haustsins

Ef einhver kíkir af og til inná þessa síðu þá hefur hann kannski tekið eftir því að ég er eiginlega bara hættur að blogga. Auk þess sem ég er ekki með neina gestabók né komments. En ég ætlaði að skrifa pistil.

Ég er að drepast í bakinu eftir leik við FSU í gær og líkar illa.

En já nenni ekki að ryfja meira upp... þannig fokk off, bæ.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Já halló

Langt síðan síðustu skrif voru en það er í lagi.. en ákvað að segja nokkur orð.

Snæfell urðu í öðru sæti í Körfubolta um daginn og þótti það mér leiðinlegt þar sem að ég veit að þeir geta miklu betur og eiga að geta unnið Keflavík léttilega en svona er þetta nú samt..

Karfan í Unglingflokk er líka að verða búin það eru bara tveir leikir eftir á móti Val og Njarðvík á þriðjudag og fimmtudag og síðan er komin pásu í körfu hjá manni..

Skólinn alveg geðveikur maður nokkuð á eftir í Stæ vegna veikinda kennara sem að samt sem áður setti fyrir og maður skildi ekki neitt.. Íslensku kennaranum finnst gaman að pína mig lætur mig einan lesa 700 bls bók til að segja frá meðan hinir fá svona skít á priki verkefni og finnst mér það ósnnagjarnt en truntan sagði bara "life is a bitch" við mig þegar ég kvartaði og svo plús það þá getur hún ekki kennt í vikunni eða eitthavð en ætlar samt að hafa próf á fimmtudag og lætur annan sjá um það, þessi blessaði kennari sem kann ekki að kenna, við gerum ekki annað en að lesa ljóð ef þú ert að lesa þetta sem ég bíst mjög líklega ekki við þá ertu Boring!! Svekkjandi

Fór í afmæli hjá Sigþóri frænda á laugardag og var það fínt Sigurbjörg mamma-nns sagði öllum að taka með sér bjór í nesti sem var fínt þegar við fórum í keilu til sem var bara byrjunin á kvöldinu en ég gat ekki farið með niður í bæ þar sem að mamma var að fara með mig heim! Tja svona er lífið..

Maður er að fara til þýskalands þegar skólanum líkur í maí með þýskuáfanganum og það verður heljarinnar mikið fjör og hlakkar mann mikið til.. Fer ekki til akureyrar á söngvakeppni Framhaldsskólana þar sem að ég á ekki neinn pening til þess en ferðin er RÁNdýr og maður verður bara að spara.

Allt gott annars að frétta fyrir utan það leiðinlega

Keep on Rocking in the Freeworld

Pís

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Íslenska er uppáhaldið mitt

Nei ekki alveg, þetta fag er hrillingur, kennarinn er æði og íslenska? þetta er bókmenntasaga og ég er að endurskifa passíusálm 28 og það plús fleiri hlutir um þennan blessaða sálm gilda 10% af einkunninn minni:/ þetta er lífið. Iss

Svakalega langar mig að sjá nýja mynd sem er í bíó núna in the US. Meet the fockers.. Búinn að hala inn næst mest af peningum fyrir bíó sýningar grínmynda minnir mig eða eitthvað þannig á eftir Home alone. Meet the parents var svakaleg og vona ég að þessi sé í sama dúr.

Snilldar myndir sem ég fann á B2. Ég held að þetta séu dópistar

RUgl!

Eitthvað að auglýsa flautu og grænmeti! hvað, engin virðing á sjálfum sér (no selfs respect)

Annars allt í kei, snéri mig 4 janúar og byrjaður aftur að æfa, rakaður vegna tapes sem að meiðir þó nokkuð ef maður rakar ekki, ég prófaði það. Búinn að hlaupa 5 súgísæd vegna þess að ég mætti of seint og allir með mér og ekki glaðir. Svona er lífið.

en já góður ís

Pís

föstudagur, desember 31, 2004

Nýtt ár

nýtt ár er nú að lenda á jörðinni og held ég að það verði nú bara ágætt. Þetta ár (2004) er búið að vera fínt og margt skemmtilegt búið að gerast.

Dálítið langt síðan ég skrifaði síðast hér og dáldið búið að gerast, þó ég muni það ekki... En ég man eftir því að jólin eru komin og maður fékk jólagjafir og maður er kominn í Tenclub-inn, Árni búinn að fara og koma frá kanarí, maður búinn í prófum og náði öllu, mann hlakkar ekki til að fara í skólann aftur miðið við hvernig manni finnst þetta skólakerfi þarna í grundarfirði og man ekkert sérstakt meira í augnablikinu.

Safndiskurinn rearviewmirror með pearl jam er fínn ágætlega vel valin lögin á hann en að mínu mati þá vantar in hiding sem er reyndar eitt uppáhaldslagið mitt með þeim, og er það einmitt ástæðan fyrir því að safndiskar segja alls ekki nóg ef þú ert að hlusta á eitthverja tónlist.

Það er svaka veður úti, engin brenna vegna veðurs, ekkert balal á hótelinu, dj sumarliði á fiskunum, það er nú hægt að gera betur en það á áramótum... vonandi verður möguleiki að skjóta flugeldum UPP en ekki á hlið úti á eftir þegar nýja árið gengur í garð.

Annars bara gleðileg jól farsælt komandi ár og takk fyrir það liðna

Pís

Sveinn Björnsson

miðvikudagur, desember 15, 2004

Are you ready to rock?

Rock on!

Duglegur er ég eins og venjulega. Var í alveg tveimur prófum og brilleraði svo rosalega, veit ekki um það en ég var í tveimur prófum áðan, enska og saga... tss.. það er ekkert.

Nú er það þýska á morgun og svo náttúrufræði hjá elu baby á föstudag. Fyrir þá sem ekki vita er ela pólsk og talar reiðbrennandi íslensku... nei ekki ríða mér myndi hún líklega segja því að maður skilur ekki orð sem hún segir..

Pearl Jam hubbinn virkar fínt.. búinn að loada askoti góðum tónleikum og nokkrum jóla singlum sem að þeir gefa út hver jól handa meðlimum ten klúbbsins og það á vínyl. Var að fara skrá mig í hann um daginn en þá var síðan þeirra í eitthverju rugli.. leiðinlegt vegna þess að mig langar ofbóðslega mikið í vínyl þess árs..

Á eftir er tríó Björns að fara spila á tónfundi en það samanstendur af mér og syskinum mínum. Við eigum að spila eitthvað klassíkst lag það er svo sem ágætt en ég verð ekki með neitt eins manns show þarna. Það koma vonandi nokkur góð lög eftir áramót á tónófundum en ég komst ekki síðast þegar ég átti að spila einn.. en svona er þetta.

Á eftir að kaupa jólagjafir geri það þegar ég fer til rvk eitthvertíma seinna en það verður víst að vera fyrir jól.. ég er ekki búinn að fara til rvk í haust og vetur nema til þess að keppa í körfu og þá keppum við, fáum okkur kenny og förum heim.. alltaf það verðu aðeins öðruvísi næst.. by the way kringlan og smáralindin eru víst svakalega vel skreittar.. maður er að heira þetta.

Núna er bara að fara gera eitthvað sem að er eitthvað vit í eða læra þýsku.

miðla ég hér með þýsku kunnáttu minni en það eru tvö orð sem maður gleymir aldrei. Það eru Kino sem að þýðir Bíó og Flugzeug sem að þýðir flugvél og vona ég að það eigi eftir að geri ykkur að betra fólki. þetta er nú meira ruglið

Sveinn hér hmm

Pís